Það er ágætlega lesið en minna um athugasemdir, en er það ekki bara listamannseðlið að vera ‘költ’, feimni fylgir ljóðlistinni, enda er hún fyrir marga leið til að auðvelda þeim að tjá sig, og hvers vegna vill fólk gera það þannig? Því það á erfiðara með að gera það öðruvísi. Oft er erfitt að tjá sig um eitthvað sem er svo persónulega tengt skáldinu að maður getur ekki endilega sjálfur tengt við það.
Er ekki líka bara huggulegt að hafa þetta litla og sæta áhugamál fyrir lítil sæt ljóðskáld?