Eldingu skítur niður úr loftinu, þrumurnar magnast í eyrum mér,
Þú lætur allt hljóma eftir þínu höfði, ræður tilfinningum þínum,gagnvart þér,gagnvart öllum, Langt í burtu,langt frá öllum,
himininn virðist fjólublár,allt svo fallegt, brosir breitt,rauðar varir,augun geisla af hamingju,
Þú býrð yfir krafti sem þú hefur ekki búist við að hafa, kemur sjálfum þér á óvart,
svo auðvelt og gott að draga andann,
opnar augun, lendir,finnur hvernig hitinn færist upp eftir fótunum, stefnir í átt að hjartanu, blossinn kemur aftur,grípur þig með sér,hefur þig hátt, hátt til skýjana,
þú sérð hvað allt er fallegt,allt svo bjart, sólin skín,bjart til mín,
Tárin streyma,þú hefur alldrey séð jafn mikla fegurð áður, söngurinn hljómar svo fallega í eyrum þér,svo björt og mjúk rödd, þú heyrir hana fljóta inní hjartað þitt,
þú tekur á móti fagnandi,brosir aftur breytt, svo góður ylmur,eins og lykt af öllu sem er góð lykt,samt ekki öllu blandað saman,
þú dregur djúpt andann, þögn….. sígur hægt aftur nyður í veruleikann,fagnandi,brosandi,
eftir að hafa upplifað bestu stund lífs þíns, þarna,þarna sem allt þetta góða og fallega er,friðsæla og yndislegur ilmur,sem tók á móti þér þegar þú komst,
svífur hægt nyður,sérð bjart ljós í fjarska,brosir upp, sérð það farað hverfa,hægt en þér líður samt svo vel,
opnar augun hægt og rólega, heyrir nafnið þitt kallað, opnar augun, sérð andlit,andlit allra sem þér þykir vænt um, skært ljós, áttar þig loksins, þú hafðir verið svo heppinn að fá að sjá það sem svo fáir fá að sjá,
dýrðina í öllu sínu veldi,
Ljós,fólk í hvítum sloppum tekur á móti þér, hjartað byrjar að slá, þú lifnar við…
sólin skín, en bjart til mín, ég var í þann veginn að upplifa bestu stund lífsinns.
Höf: Anna Magga
tónlist er það besta sem til er…