Ég eins og einhverjir aðrir hef tekið þátt í ljóðasamkeppni poetry.com. Þrisvar hef ég sent inn ljóð og í öll skiptin fóru ljóðin í bók sem þeir gefa út. Ef þið hafið einhvern áhuga á að lesa þau, þá farið þið á www.poetry.com og leitið að Herbertsson…. þau eru öll eftir mig, Pétur Hinrik Herbertsson.
En fyrir um mánuði fékk ég bréf frá þeim þar sem þeir báðu mig um leyfi til að setja eitt af ljóðum mínum á geisladisk, upplesið eða eiithvað….. ekki alveg viss um hvað þeir gera þar.
En svo, viku seinna, var ég beðinn um að koma á ráðstefnu til þeirra og lesa upp ljóð eftir sjálfan mig. Þið getið rétt ímyndað ykkur sjokkin sem ég hef fengið þegar ég fékk þessar upplýsingar í hendurnar, í öll fimm skiptin sem ég hef fengið bréf frá þeim.
Nú finnst sjálfum mér ekkert sérstakt við ljóðin mín, ég skrifa bara það sem upp kemur í hausnum á mér…… og laga þau sjaldnast.
Endilega lesið þau og segið mér hvað ykkur finnst.