Ég rakst á þetta ljóð aftast í bókinni “Hefðbundin setningarfræði handa framhaldsskólum”, sem ég keypti fyrir skólann síðasta haust. Ég samdi það ekki og hef ekki hugmynd um hver höfundurinn er en mér fannst ljóðið svo skemmtilegt að ákvað að birta það hérna og gera tilraun til að auglýsa eftir höfundinum. þetta gæti bara hafa verið samið sem íslenskuverkefni og síðan gleymst Þannig að ef að einhver kannast við þetta ljóð eða kannast við e-n sem kannast við það þá mætti hann/hún alveg svara mér.

Væri ég köttur stundaði ég glannaakstur
Væri ég köttur stundaði ég fallhlífastökk
Væri ég köttur hlypi ég yfir götur
Væri ég köttur stundaði ég mótorhjólaakstur
Væri ég köttur stundaði ég kappakstur
Væri ég köttur stundaði ég rallakstur
Væri ég köttur stundaði ég lífvörslur
Væri ég köttur stundaði ég hraðakstur
Væri ég köttur stundaði ég rússapólitík

Væri ég köttur væri ég dauður
En ég er ekki köttur og er því ekki dauður
Með eitt líf en ekki níu.