Já Zorglubb er eiginlega sá eini sem sýnir sig. En hann sýnir sig líka bara mjög oft, þú getur varla verið að kvarta yfir löngu millibili samþykktra greina því að því sinnir hann mjög vel. Ertu þá ekki að tala um að það eru þrír aðrir stjórnendur sem lítið sjást, tengdust síðast huga 21. apríl eða 12. maí. Nýir stjórnendur þyrftu að geta mætt oftar.
En hins vegar virðist bara alls engin þörf á fleiri virkum stjórnendum á meðan það er einn “ofvirkur” ;). Nema þá ef sá kemst ekki í tölvu í einhvern tíma. Ég sé ekkert að núverandi stjórnun þessa áhugamáls annað en það að það eru þrír stjórnendur sem gera lítið. Það þarf í raun ekki nema einn stjórnanda hér á ljóð, nema þá kannski tvo bara til að vera örugg.
Ef þið greinið ásakanir í textanum um að ákveðnir aðilar sinni ekki því sem þeir hafa boðist til að taka að sér, þá vil ég fullvissa ykkur um að sá var ekki megintilgangurinn með þessum pósti.
:)