Mig langaði svona að athuga aðeins á hvaða línu fólk er og vita hvað ykkur finnst góður kveðskaður og hvað ekki.
Þið megið endilega tilgreina ykkar uppáhaldshöfund og einhvern sem er ekki í miklu uppáhaldi hjá ykkur og jafnframt eitt besta/fallegast/flottasta eða best gerða ljóð sem þið hafið lesið, þið bara ráðið því.
Minn eiginlegi uppáhaldshöfundur hefur lengi verið Tómas Guðmundsson og einn sem ég hef aldrei kunnað að meta og jafnvel að hann hafi farið í pirrurnar á mér er Andri Snær Magnason, ekki skáldskapur sem ég kann að meta.
Uppáhaldsljóðið mitt nú heitir:
Kveðja Til Stúlku
Í faðmi blárra fjalla
ég fann þig unga mær.
Þar átti ég þig alla
Þú ein varst mér svo kær.
Saman við drauma dreymdum
uns dagur rann á ný.
Þeirri gleði við aldrei gleymum
og gleðjumst æ og sí.
Þú kossa marga kysstir
kátan förusvein
og meydóminn þar misstir;
í myrkrinu vorum ein.
Mitt hjarta fullt af harmi
hugsar nú til þín.
Það berst í mínum barmi
er blessuð sólin skín.
Ég vinur þinn skal vera
er vondir sækja að
og gott eitt reyna'að gera,
geti ég bara það.
Ég verð þér trúr og tryggur,
traust í hverri raun.
Í hjarta verð æ hryggur
ef hrjá þig sálarkaun.
Ég ætíð elska mun þig
með æskufjör og líf.
Þú þarft alls ekki'að þrá mig
en ég þarfnast'þín unga víf.
En bara eins ég beiði;
bros þitt- vinarþel-
Að lengi þú mig leiðir:
í ljósinu þá ég dvel.
Ég veit því miður ekki hver höfundurinn er en þetta finnst mér eitt það fallegasta sem ég hef lesið. Kannski vegna þess að ég er að upplifa svona tíma, ég veit bara ekki :)