Spurningin er svoldið leiðandi, það sem einum finnst leiðinlegt ljóð finnst öðrum skemmtilegt. Annars eru þau ljóð sem valin eru handa börnum ekki valin vegna skemmtanagildisins heldur eru líkast til tvær ástæður að baki ljóðavalinu. 1) að börnin læri að lesa og skilja ljóð og 2) að kynna þeim menningararfinn. Ljóð eftir Sjón, sem er eitthvert ofmetnasta skáld okkar tíma, eru enn ekki orðinn hluti af menningararfinum og líklegast á það fyrir þeim að liggja að falla í gleymsku. Ljóð eftir Hallgrím Pétursson, Jónas Hallgrímsson, Huldu og Margréti Jónsdóttur eiga betri möguleika á að lifa af enda betri ritsmíðar og á allan hátt merkilegri pappír. Ljóðin segja okkur frá sögu okkar og arfi, saga okkar er vissulega hluti af okkur og hluti af því sem gerir okkur að því sem við erum.