Mér finnst stundum dáldið pirrandi þegar verið er að demba inn ljóðum eftir aðra inn í aðalgreinasafnið. Mér finnst það vera oft einsog ódýr tilraun fyrir suma til að ná sér í stig.
Mér finnst að aðalgreinasafnið ætti að vera fyrir þá sem eru að senda ljóð eftir sjálfa sig, þó ljóðin séu ekki endilega alltaf góð. Þetta er góður vettvangur fyrir upprennandi skáld til að þróa hæfileika sína (séu þeir einhverjir) með því að fá gagnrýni frá öðrum. Ef það er verið að demba inn hrúgu af ljóðum eftir aðra þá detta frumsömdu ljóðin mun fyrr út.
Hvað finnst ykkur? Hvað segir Deeq, er þetta möguleiki?