Nokkur ljóð eftir mig.. Hvað finnst ykkur?
Frosin Sál:
Það er frost
Komin er nótt
ég ein geng úti
allt er hljótt
Þar til ég sé þig
Mig þú tekur
særir mig,
þar til blóðið lekur
Þú fullnægist
Þú snýrð burt
Blóðið er horfið
Allt er þurrt
Lítið tár brestur
og um kinn mína rennur
Ég æpi úr kvöl
því í mínu hjarta eldur brennur.
Laufin eru frosin ásamt minni tómu sál.
—————————————-
Síðan eru tvö önnur sem ég og vinkona mín gerðum í gríni:
Sjaldan segir sorinn satt:
Sjaldan segir sorinn satt
Hann sagðist mig frelsa
en hann mig batt
Honum mun ég farga
Því hann stóð ekki við að bjarga
ég sagði þetta við marga:
ég mun drepa þessa varga..
Svefnsaga:
Hann fylltist af hatri
Ég hljóp burt í snatri
Hann barði mig með spýtu
ég faldi mig í grýtu
Hann henti í mig steini
ég svaraði með veini
Mér var illt í lungu
ég barði hann í pung(u)
þau urðu að bungu
þar til þau sprungu
Ég hann át
fór með hann í bát
ég datt og dó
ég hvíli rótt
já elsku vinur, Góða nótt.
(Erla hjálpaði mér með þetta).
Endilega koma með álit, sérstaklega við fyrsta ljóðið.
Takk