Hér kemur ljóð sem ég samdi þegar ég hafði ekkert að gera, vonandi líkar ykkur:)
Tilgang lífsins?
Það er svo yndislegt að vera ungur, það er svo yndislegt að vera ég, það er svo æðislega gaman að hafa þig, mér við hlið til halds og trausts. Það má ei brjóta bakið niður í gólf, það má ei særa greyið dýrin mín, það er svo margt sem ekki má gera, það er svo margt sem ég vil segja þér. Á morgun mun ég segja allt af létta, á morgun mun ég koma og heilsa þér, það er svo margt sem þarf að segja, það er svo margt sem hvílir á herðum mér. Það má ei fréttast allt það góða núna, það verður að bíða betri tíma. Það er svo margt sem verður vont af góðu, það er svo margt sem ég þarf að segja þér.
Þú munt ei gleyma því sem ég þarf að segja, þú mátt ei muna það sem ekki þarf, þú mátt ei gleyma mér, eða hún sem ég er, þú verður því að muna hver ég er.
Ég treysti á þig til að þekkja mig, til að þekkja réttan stað og stund, þú verður því að hafa augun opin, já mundu það, að hafa augun hjá þér. Það má ei gleymast tilgangurinn í því, að lifa lífinu svo gott, það ert þú sem veist minn leindardóm, þú ert sá sem þekkir sorg og sút. Ég man það æ, hve gott það var að kúra, undir sæng með góða bók í hönd, því þægindin þau eru ótalmörg hér, sem við þekktum ei fyrir langa löngu þá.
Já mundu þetta sem ég segi núna, að þú verður að læra að vera til, lifa lífinu, og með því fæðist sá dagur sem stundin kemur, að þú uppgvötar sjálfan þig.
Höf MioneH 18. mai ´04 kl. 09:20