Halldór laxness er ekki með villur í textanum sínum. Hann var mikill íslensku snillingur og það er hrein lýgi að hann hafi nokkurn tímann fallið í stafsetningu í MR. Það var í stærðfræði.
Hann ákveður að nota eigin stafsetningu og fer eftir þeim reglum. Mætti ég minna á að stafsetningin varð ekkert til, heldur voru það málfræðingar sem tóku ákvörðun um hvaða stafsetningu skyldi nota. Ekki veit ég nákvæmlega afhverju Laxness tók upp aðra stafsetningu. En hef tvær tilgátur. Sú fyrsta er að hann vildi skapa eigin sérstöðu og stíl. Önnur er að honum fannst fáránlegt að málfræðingar hafi ákveðið hvaða stafsetning væri notuð og að hún fjarlægðist talmál. t.d. enginn - aungvinn. Vel má vera að þessar tilgátur séu út í hött hjá mér.
Halldór var merkilegt ljóðskáld en ljóðin féllu í skugga skáldsagna hans. Á þriðja áratuginum samdi hann eitt fyrsta óhefðbundna ljóðið í expressionískum/súrrealískum stíl. Það heitir Únglíngurinn í skóginum. Það er frábært ljóð en var fyrir sinn tíma. Skáldastyrkur hans var skertur út af því.
Á félagslega raunsæis tímanum samdi hann baráttuljóð í hefðbundu formi (stuðlar-rím-hrynjandi) eins og til dæmis Maiísstjörnuna sem var birt í Heimsljósi.
Hann hefur samið mörg ljóð og eru þau fjölbreytileg (áhrif frá bókmenntastefnu hvers tíma).
Ég vill ítreka það að Halldór hafi ekki verið eitthvað fífl sem kunni ekki íslensku. Við lestur ljóða hans kemur fram másnilld hans. Þau eru mörg hreint frábær!