Þetta var samþykkt einu sinni en það er eins og það hafi ekki verið birt eða eikkað :S svo ég ákvað að senda þetta aftur…vona að þetta verði samþykkt :)



Það var rökkur.
Ég var ein á ferð.
Ekkert nema jólaljós og ljósin af bílunum
sem lýstu upp mirkrið.
Ég gekk yfir götu og inn stíg,
Þar sem aðeins jólaljós hengu dauf niður úr glugga eða umhverfis hús.
Engir bílar, allt hljótt.
Ég heyrði fótatak, leit í kringum mig en enginn þar.
Ég hélt áfram götuna og enn heyrði ég fótatak.
Svo kom ung stúlka öll svört.
Hún gekk framhjá mer.
Svo hvarf hún en ég heyrði enn fótatak hennar.
Ég skalf og titraði, bæði af ótta og kulda.
Eyrun, nefið og kinnar mínar rauðar en fölar þó vegna óttans.
Hendur frosnar inn í úlpuermunum.
Stúlkan birtist aftur.
En eftir smá stund hvarf hún.
Ég beygði upp götu þar sem jólaljósin skinu og bílaljósin lýstu upp göturnar.
Mér var borgið.
Eða það hélt ég.
Stúlkan birtist aftur, enn skýrar en áður.
Hún var upp við vegginn og gekk við hlið mér.
Hún líktist mér,
Þetta var ég.
Skugginn minn var stúlkan.
Fótatak hennar var mitt fótatak þegar að ég steig í raka jörðina svo það heyrðist skvamphljóð undan mjúku strigaskónum.
Ég gekk inn í hlítt hús og yljaði mér við arininn og stúlkan við hlið mér gerði hið sama.
Hvað ímyndunaraflið getur farið illa með mann.