Lífið mitt
Loksins er lífið gott
eftur allt baslið,
allt það vonda í fortíðinni
er nú loks grafið.
Ég hef ekki samið
í mjög langan tíma
því að ég hef verið
við vandamál að glíma.
Þetta hefur verið erfitt
fyrir mig og mína
en ég hef reynt
að vera sterk allan tíman.
Það sem byrjaði fyrst,
versta vandamálið
var það sem gerði gatið
og það var eineltið.
Í mörg ár var mér strítt
af bekknum og ,,vinkonunum”
þau gerðu mér lífið leitt
með öllum stríðnunum.
Ég var bæði barin
og kölluð illum nöfnum,
ég ávalt reyndi að passa inn í
en ég fékk allta höfnun.
Þessar ,,vinkonur” mínar
voru hræðilegar við mig,
það eina sem þær gerðu
var að hugsa um sjálfa sig.
Ég átti enga vini
engan til að eiga að
það var hræðilegt
að ganga í gegnum það.
Erfið tímabil mín
fyrstu tíu ár
ég var svo tóm að innan
ég var svo oft sár.
En núna er þetta grafið
en ekki hægt að gleyma
en ég lít ekki til baka því
núna veit ég hvar ég á heima.
Ég hef fundið ró
ég hef fundið frið
og núna er ég
ánægð með lífið.