Eftir að hugi.is klúðraði því sem við Sólufegri byrjuðum á síðastliðin september kom alger lægð. Við héldum fund eftir áramótin og skilgreindum og skiptum með okkur verkefnum. Því miður hafa einungis ég og pardus verið hér á vappi.
Reyndar er mjög erfitt að velja ljóð vikunnar, því það er úr c.a. 30 ljóð að meðaltali sem við samþykkjum á viku (og það er án þeirra sem við setjum á korkinn). Ég setti síðast inn í janúar og var að vonast að hinir stjórnendurnir myndu nú taka sér smá tíma og velja ljóð vikunnar þótt hugi.is hafi eytt upprunalega kubbnum en því miður hefur orðið eitthvað sambandsleysi hjá okkur. Því giska ég á að boðaður verði annar fundur til að reyna að lagfæra og betrumbæta síðuna fyrir sumarfrí.
Kveðja,
Abigel