Gleðin gleymist í jólastressi
og dagurinn verður að myrkri
jólaandinn gleypist í skammdeginu
og jesúbarnið hverfur í pökkum.

Svona eiga jólin að vera
hugsar lítill strákur.


Ekkert sress yfir jólunum
en dagarnir eru samt jafn dimmir,
skuggarnir eru alveg jafn langir í skammdeginu.
það þarf enga pakka til að fela horfna hluti.

jólin sem hann þarf að bera,
minningar sem falla með tárum.

ekkert stress engin gleði,
engin markarskil á milli daga.
eilíft myrkur, skammdeigið endlaust
það sem átti að fara í pakka fór í ríkið.

Hjá sumum eru jólin komin til að vera
og sumir pabbar drekka of mikkið.