Hæ, ég heiti Gestur.
Ég er ekki einstakur eða öðruvísi,
ekki á upphefjandi hátt allavega.
Þið eruð öll eins, og ég líka.
Við erum öll jafn slæm.
Í gær óskaði ég manneskju dauða.
Manneskju sem ég læst þykja vænt um.
Það hefði ekki þjónað miklu að hún dæi.
Bara, upp á fílínginn.
Ég hefði ekki deytt hana sjálfur.
Læknamistök eða eitthvað.
Stundum hugsa ég til þess hvað gerðist,
ef til dæmis fjölskyldumeðlimur myndi hverfa.
Fengi ég athygli?
Kannski ef ég myndi hverfa sjálfur.
Þá fengi ég sko athyglina.
Þótt ég væri ekki viðstaddur til að njóta hennar.
Hvað finnst fólki um mann þegar maður er ekki viðstaddur?
Hvað finnst því þegar maður er loks endanlega farinn?
Sjá þau eftir að hafa ekki sagt hluti sem þeim fannst?
Hugsa þau til þess að kannski hefði allt endað betur?
Ég fæ engin svör.