Að deyja
Ef við deyjum öll saman,
Verður ekki á jörðu niðri gaman.
Þegar allt mannkynið fer,
það enginn sér.
En verður ekki löng biðröð af fólki sem dó,
fólki sem einu sinni hló.
En eitthvað gerðist sem það ekki vildi,
eitthvað sem fólkið aldrei skildi.
Ef allir deyja,
þá allt niðri mun þegja.
Allt verður svo rótt,
alltaf eins og sé hin myrkrasta nótt.
En ég dó fyrir allt hitt,
allt það eina sem var mitt.
Í huga mínum ég uppi alltaf var,
því aldrei fékk ég við spurningum mínum svar.
Ég spurði ekki oft,
ég vildi bara fá loft.
En aldrei guð mér það sendi,
ég á hann bendi.
Benti á hann og horfði með illum augum,
fann til í mínum taugum.
Þú mér gleymdir,
en vildir mig aftur í lífið , en gleymdir?
Að ég dó fyrir þig,
ekki mig.