Einu sin var hrekkjusvín
Og ekki var það mikið grín
Það kleip mig úti og inni
Ekki nokkuð tímann það linni
Þetta svín var stórt og ljótt
Og réðist á það sem var lítið og mjótt
Það réðist á alla út um allt
Drakk um leið kókómalt
Það bjó í risa stórri höll
Ekki furða að hann var kallaður TRÖLL!!!!
Það gerðist einn dag
Lífið lék mér í hag
Frá Jóa grimma
Kom mikil dimma
Þar sátu Trölli og Már
Og Simmi lá í drullupolli sár
Þeir höfðu leikið hann grátt
Og hlóu hátt
Ég gekk þar hjá ég meina rúllaði á stól
Var alveg örugglega ekki á rauðum kjól
Þó komu bráðum jól
Þeir kumpánar skutu á mig með teygjubyssu
Þar gerðu þeir voða stóra skyssu
Ég kallaði Einelti
Samt var ég ekki með neitt belti
En í þessu kom skólastjórinn út
Þá fór allt í hnút
Trölli brosti voða sætt
Og sagði: “Sjáðu, við getum um þetta rætt,
Sko, Jón var hingað að renna
Og þetta er allt honum að kenna.”
Skólastjórinn horfði á mig hissa
Og sagði: “Þetta var mikil skyssa,
Hvað er verið að kenna Trölla um það sem hann hefur ekki gert,
hann er greinilega góður drengur.”
WHAT?