Manstu eftir því þegar eg sá þig fyrst
og sagði við þig byrst:
“hvað þykistu vera að gera góði minn?”
þegar barnið okkar rétti þér bangsann sinn
og sagði “akkuru er mamma reið?”
og hverju svaraðir þú “æ hun mamma þín er bara leið!”
þú varst verulega mikill kjáni
minn klári og fallegi Stjáni.
Manstu eftir því þegar ég kyssti þig í fyrsta sinn.
Ég man eftir því þegar þú straukst um vangan minn.
Manstu eftir því þegar við höfðum fyrst mök
og ég eftir á þurfti að þrífa mörg lök.
Eftir þessi mök varð ég ófrísk eftir þig
við eignuðumst dóttur sem kúrði fast við mig.
Manstu eftir því þegar þú æptir á mig
og ég á þig..
barnið okkar var logandi hrædd
þetta fengum við aldrei bætt.
Barnið grét og grét
Hvað átti ég að gera? ég eins og asni lét.
Manstu eftir því þegar þú komst og pakkaðir niður.
Loksins vissi ég að það yrði friður.
Þú skildir við mig, og fórst út í rokið
þessu var lokið.