ég var einn vetur þar
en nú er ég hér
tímanum, hárinu og hausnum var sóað
hjá þér, kæri Jóhann

ég lá á bakinu
og spilaði á munnhörpuna mína
hugsaði um liðna tíð sem ekki fengist aftur
útaf þér, kæri Jóhann

hálfur veturinn var liðinn
og heim brátt ég héldi
en þú, þú, þú þurftir að kvarta
og nú ég með Árna þarf að dvelja

ég mun ekki fá tímann aftur
það tekur því ekki að kvarta
en ég verð að biðja þig um eitt
kæri Jóhann, ekki borða mig.