Sögnin að dvína
Ágætu ljóðafrömuðir með almennileg tök á málinu! Hvernig er sögnin að dvína í framsöguhætti, nútíð, 3. persónu eintölu? Ég hef alltaf tekið því sem sjálfsögðum hlut að það sé rétt að segja t.d. nóttin dvín (kannski vegna óteljandi dapurlegra ljóða og dægurlagatexta með lygilega ófrumlegu rími á borð við “nóttin dvín og dagur skín og ég sakna þín ástin mín”) en um daginn var mér bent á að það hlyti að eiga að segja nóttin dvínar og ég er búin að spá svo mikið í þetta síðan að ég er orðin kolrugluð og veit ekkert í minn haus. Endilega hjálpiði mér, þetta fer bara í taugarnar á mér.