Hér er mitt ljóð sem ég birti í fyrsta sinn hér á huga…
Smári
Fjögurra laufa smári.
Hefur þú séð svoleiðis?
Það hef ég.
Smárinn lá á jörðinni
og beið eftir því að
vera tíndur upp.
Ég tíndi hann upp.
Hann leit sorgaraugum
á mig.
Tár féll niður á
fingur mína þegar
ég hélt á honum.
Það var sagt að
smári myndi gefa
hamingju.
Það gerði minn ekki.
Hann gaf frá sér
sorg og einsemd.
Hann kjökraði í
hinsta sinn og dó.
Nú lifi ég í
einsemd og sorg
því smárinn fann ekki
sína hamingju.