Eignir manns hverfa, skyldmenni deyja
og maður sjálfur deyr.
En ég veit að það sem ekki deyr
er orðstírr manns.
Þetta er ekki dómur dauðs manns heldur orðstírr manns, þ.e. að það sem maður skilur eftir sig er það sem sagt er um mann, ss orðstírr manns.
þetta er eitt þekktasta erindi Hávamála, sem er einsk konar lífsspekiljóða heiðinna (lesist ásatrúar) manna og inniheldur sennilega grunnkjarnann í ásatrú. Það sem skiptir mestu máli er það sem eftilifendur segja um mann. Þetta á sennilega jafnvel við í dag hvort sem um er að ræða kristna menn eða aðra (ég sjálfur tel mig kristinn en mér finnst gott að lifa með þetta að leiðarljósi).
Hávamál er eitt ljóða Eddukvæða, sennilega samið fyrir kristnitöku, en Eddukvæðin eru talin vera samin frá ca 850 til 1200. Ég sjálfur tel að flest þeirra og þar á meðal flest erindi Hávamála séu samin töluvert fyrir kristnitöku. Sumir íslenskufræðingar eru örugglega ekki sammála mér og telja þau vera samin eftir kristnitöku og þá jafnvel í kringum 1200 af sjálfum höfundi íslandssögunnar, Snorra „eigi skal höggva“ Sturlusyni (en ekki Snorra „og nú að íþróttum“ Sturlusyni), þar sem greina má glögglega (að margra mati) kristin áhrif í erindum Hávamála og ljóðum Eddukvæða. Íslendingar voru hins vegar frá upphafi og áður víðfarnir og þar sem kristni er um það bil 875 ára gömul þegar landnám Norðmanna hefst, er ekki ólíklegt að einhver hafi áður rekist á kristin áhrif og jafnvel samræmt þau heiðnum skoðunum löngu áður en kristni er tekin hér á landi.
Af ofangreindu máttu sjá að fræðimenn eru mjööög ósammála um hvenær Eddukvæði eru skrifuð og hvenær Hávamál eru samin (og ekki er ólíklegt að þau hafi verið samin á löngu tímabili, kannski 100 - 200 árum og síðar sett saman í einn ljóðabálk).
Ef ég man rétt þá er fyrsta handritið sem Eddukævði finnast í frá um 1250 þannig að þau eru að minnsta kosti ekki yngri en það.
Ég vona að þetta svali eitthvað forvitni þinni varðandi þetta.<br><br>sigha