Aðalsteinn Kristmundsson fæddist árið 1908 við Ísafjarðardjúp en ólst upp í dölum. Hann var nemandi Jóhannesar úr Kötlum sem kenndi honum öll nauðsynleg undirstöðuatriði í skólanámi.
Hann flutti svo til Reykjavíkur, en hafði ekki efni á að menntast eins og hann hafði ætlað sér. Býsna erfitt var fyrir hann að afla sér fjár, vegna bæklunar sinnar (hann var með visna hönd). Það gerði honum ókleift að vinna nokkra erfiðisvinnu, og lifði hann því í mikilli fátækt og eymd þar til hann lést árið 1958. Á þeim tíma er hann var uppi, horfði fólk nokkurn veginn niður til hans, og var hann oft kenndur við ræfil, líklegast vegna fátækt sinnar og atvinnuleysis, en í dag er hann talinn eitt sérstæðasta ljóðskáld Íslendinga á 20. öld.
Með þessari grein langaði mig einunigs að vekja áhuga á einu merkilegasta skáldi sem hefur nokkurn tímann verið uppi hérlendis, og ég ætla að láta ljóð hans “Ræfilskvæði” fylgja greininni, en þetta ljóð lýsir þeirru miklu sorg og eymd sem hann þurfti að þola.
Ræfilskvæði
Ég er réttur og sléttur ræfill,
já, ræfill, sem ekkert kann.
Ég hélt þó hér forðum, að guð og gæfan
myndi gera úr mér afbragðs mann.
Ef til vill framsóknarfrömuð,
því fátt er nú göfugra en það,
og ef til vill syngjandi sjálfstæðishetju
með saltfisk í hjartastað.
En allt lýtur drottins lögum,
í lofti, á jörð og í sjó.
Ég eltist og snýst við minn eigin skugga
og öðlast ei stundar ró.
Sem réttur og sléttur ræfill
ég ráfa um stræti og torg,
með hugann fullan af hetjudraumum,
en hjartað lamað af sorg.