Ég er svolítið undrandi á því að styttri ljóðin sem mörg eru miklu betri en þau löngu komast ekki á forsíðu. Afhverju ? Persónulega er ég hrifnari af ljóðum sem segja mikið í stuttu máli en löngum sem segja kannski lítið. Auðvitað er þetta smekksatriði en ég er viss um að það eru margir sammála mér. Eða hvað…?<br><br>Guðjón Bergur Jakobsson
Jú, ég er sammála. Oft nenni ég ekki að lesa löng ljóð.
Miklu betra og fallegra þegar ljóðin eru stutt, hnitmiðuð, ónákvæm og segja mikið. Það er mín uppskrift allavega og ég reyni að fara eftir henni þegar ég sem ljóð. Tekst misvel…<br><br><font color=“#000080”>It's all happening!</font
Það hefur ekkert með gæði ljóðanna að gera hvort þau eru stutt eða löng. Það er innihaldið sem skiptir máli. Ég er þó sammála því að oft eru stutt hnitmiðuð ljóð sem segja mikið í fáum orðum betri heldur en sumhver löngu innihaldslausu romsanna. Þó ekki algilt. En tökum sem dæmi japanska hæku sem er bara ein setning. Hún er samt sem áður ljóð.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..