Það eru margir sem eru sammála þér. En afhverju “finnst þér hann ekki passa sem þjóðsöngur”?
Hefur þú lesið hann nógu vel? Reynt að skilja hann? Með þeim fallegustu línum sem ég hef lesið eru í honum: …sem eilífðar smáblóm með titrandi tár… finnst þér þetta ekki eiga við?
Guð og landið verða einhvernveginn eitt og við þegnar þess dyggur þjónn (landsins).
Menn breyta ekki um þjóðsöng eftir tísku - það gerir engin þjóð.
Það sem er verst að fólk leggur ekki á sig að læra þjóðsönginn, sem er skömm. Til dæmis landsliðin - hreyfa ekki einu sinni varirnar með!