Hehe, ég var að finna gamalt ljóð sem ég samdi í grunnskóla! en þótt ótrúlegt megi virðast felst meira í orðunum en þau í raun og veru þýða..



Naflaskoðun


Taktu af þér glasabotnagleraugun
helvítis fábjáninn þinn!
Horfðu á mig með eigin augum!
Datt þér aldrei í hug að líta fram fyrir eigið nef?
Er heimurinn það slæmur að þú verður að fela þig bak við það sem villir þér svo sýn!?

Þú hefur farið á mis við það sem lífið hefur að bjóða.

Svo horfðu á mig eins og ég er,
Að vísu með sorgarrendur og flókið hár,
En finnst þér ég ekki falleg!?

……
…..
…..
………..

…. ekki mér heldur….

svo hvers fórstu á mis við?
"