Sundurtætt pappírsbréf
eftir áttræðan rithöfund
rúllar niður Laugarveginn.

Ég sit þar.

Með hendurnar vafðar utan um lærin.
Ég sit þar.

Með þurrkinn í munninum.
Ég sit þar.

Með fertugu konuna andaða við hægri hliðina.
Ég sit þar.

En… ég stend.

Ég stend fastur á því
að ég mun ekki falla og
rúlla niður göturnar rétt eins og
bréfið sem átti að fara til ömmu minnar.

- Kexi
_________________________________________________