Allt er ótrúlegt.

Konan segir honum
að halda sér burtu frá salerninu.
Samt stendur hann enn fyrir utan…
… bankið á hurðina verður smám saman
eins og jarðskjálfti.

Uppnöfn.
Hóra, tussa.

Allt er furðulegt.

Hús í rúst.
Rifinn sófi - stofa.
Salerni úti í gráu horni.
Hún finnur fyrir jarðskjálftanum
að utan.

Þó hún geti það ekki sjálf -
finnur hún fyrir litlu stelpunni inni í sér
æpa
með manneskjuna sem veldur jarðskjálftanum INNI í sér
fyrir tuttuguogfimm árum

Sama upplifun.

Allt er súrrealískt.

- Kexi
_________________________________________________