Sjálfur vill ég ljóð með hugsun, einhverns konar þroskun heilans, einhverri geðveiki. Eða ég vill kaldhæðni eða húmor sem er einhvað varið í (ekki einhvern einkahúmor eða lélega kúkogpissbrandara).
Fyrst og fremst vill ég að manneskjan komi sér í persónu og segji virkilega frá innstu hjartarót þess persónu sem hún er og tali þess vegna ætíð í fyrstu persónu nema hún lýsi tilfinningu sinni á annarri persónu. Að sjálfsögðu má segja frá eigin hjarta ef maður er persóna, en þá verður maður líka að geta gagnrýnt sjálfa/n sig. Einblýna skal að aðeins fáum eða einum galla persónunnar, flóknar persónur skal geyma fyrir skáldsögur eða ljóðabálk um eina persónu, sem væri held ég mjög flókið mál. Ekki benda á kosti, það er hreint og beint leiðinlegt, það eru gallar sem gera persónuleika ekki kostir (já ég veit, ég hata James Bond).
Ýkjur er eitt það besta sem ég veit um í ljóðum, og þá sérstaklega persónulegum ljóðum, t.d. ef manneskja verður reið þá verður hún verulega reið og leysir út allar vondar tilfinningar og þar að auki gleymir sér nema persónan sé í því hlutverki að gleyma sér ekki, þá verður maður líka að ýkja það og láta hana gleyma sér í að gleyma sér ekki (og þar kemur kaldhæðni til sögunnar líka).
Þegar fólk les ljóðin mín, þá vill ég að það segji „VÁ“ (eða einhvað því um líkt) og lýsi svo ljóðinu í æsingi. Ég hata hinsvegar þegar fólk segir „hmm, allt í lagi“ og hefur í raun enga ánægju af því að lesa ljóðið, það sé bara skárra en rugl.
Væluljóð (vanalega stelpur sem rita það) er eitt það leiðinlegasta sem ég veit um, og þegar maður gagnrýnir þannig ljóð þá er maður bara vondur og þær fara að væla meira. Þær eru að leyta að huggun (sem þær í raun þurfa ekki heldur þekkja ekkert annað til að fá í staðinn) en leyta að því hjá fólki sem þær þekkja ekki. Kannski er þetta bara karlmennskurugl í mér en sama hvað því líður þá finnst mér væl viðbjóður.
Frumleiki er mjög mikilvægt til að ég verði ánægður (ég er að vísu alltaf glaður, til að koma mér í fýlu þarf að hitta á mjög persónulegan punkt). Ég hata út af lífinu ástarfrasa og væmið kjaftæði og sérstaklega ef það rýmar á ófrumlegum yrðingum eins og ást-þjást eða þrá-má-fá-á.
Eh ljóð þurfa ekki að rýma, og eiga eiginlega ekki að gera það nema það sé fyndið þannig.
Ef þið viljið fá útskýringu á einhverju hér að ofan þá skuluð þið ekki hika við að spyrja.
Segið hvað ykkur finnst höfða til ykkar í ljóðum, við erum öll öðruvísi (eða svo segja þeir okkur í TM). Ef ykkur finnst smekkur minn skrítinn þá er gild ástæða fyrir því, ég er skrítinn (er með hanakamb svona sem dæmi og ég er strákur sem hatar áhugamálið bílar).
Kíkið endilega á síðuna mína www.folk.is/nixey