Ég vil segja í upphafi greinarinnar að ég lagði ekki mikið
upp úr skynsemi í textanum, þetta er eiginlega bara grínljóð.

Hundurinn er gæfur og vill láta sér klappa
en kötturinn fratar á það og byrjar að rappa.
Hundurinn hlýðir þegar kallað er á hann,
kötturinn hleypur burt og ræðst á mann.
Hundurinn fer ekkert, hann vill ekki að hann týnist,
kötturinn fer bara hvert sem honum sýnist.

Er eigendur hundsins skreppa út á lífið,
hann skreytir allt húsið og þá líður yfir vífið.

Ef eigendur kattarins fara út að borða,
hann étur gullfiskana til að verða ekki hungurmorða.

3. mánuðum síðar, þegar ókurteisin er farin að taka
sér bólfestu í hundinum og honum fer að hraka.

Er hundurinn fer eigendunum eitthvert út að ganga,
alla aðra af hundakyni, hann byrjar að stanga.

Ef eigendur kattarins kaupa hlut sem heitir tölva,
hann hikar ekki neitt, hann hlutinn fer að mölva.

nú eru bæði dýrin orðin rosalega vond,
hundurinn er ekki lengur góður eins og James Bond.

Ókurteisin hefur sigrað ljúfmennskuna í stríði,
það ljúfasta í heiminum er nú orðið bananahýði.

Endir.
Kveðja, Yainar.