Sæll, þú frelsisins frái örn,
Þú flýgur hátt yfir jarðar börn.
En hvergi þau huggast láte.
Börnin í Bagdad, þau gráta!
Hrausti Sámur, þú hundaval,
Heiðnum illmennum bregða skal,
Er heyra þig grimman gelta.
En börnin í Bagdad, þau svelta!
Heyr þú brúður, með blys í hönd!
Svo björt og fögur og siðavönd
Voldugust mennskra meyja.
BÖRNIN Í BAGDAD; ÞAU DEYJA!
þetta ljóð er eftir parkinsons sjúklingin Kristján Árnason