Fín pæling hjá þér, mér líst bara vel á þetta, þrátt fyrir það að mér þætti gaman að sjá ef unnið yrði aðeins meir úr þessu.
Það er hægt að nota svo mikið meira myndmál um þessa pælingu held ég (þó ég sé enginn snilli í því).
Þó þetta sé alveg flott í sjálfu sér, þá gæti frekari úrvinnsla bara bætt það.
Og svo langar mig að spurja þig afhverju þú notar orðið “nákvæm” um skýin? Þú veist, þegar ég lít á skýin og hugsa um þau sem listaverk myndi ég frekar nota orðið óregluleg. List er oft einkennd af einskonar óreglu, og ónákvæmni ef þú skilur mig? Þú getur ekki fengið einhver stærðfræðing til að reikna út stærð skýanna til dæmis, því þau eru alltaf að breytast. Og eins með list, það er ekki reiknað út, líkt og margar myndir eftir málara eða styttur eftir myndhöggvara eru oft ekki í réttum hlutföllum (þó sumar sé auðvitað en samt, við vorum að tala um skýin).
En allavega, mér líst samt mjög vel á þetta og með æfingunni held ég að ljóðin þín eigi bara eftir að verða betri! :)