Ég sá það sem ég vildi sjá
ég fann það sem ég þóttist þrá
en aldrei, aldrei óskaði ég mér
þessa kvöl, að rispa sál mína
á brennandi möl.
Þó frostið beit mig og aðvaraði
þá fann ég ekki, hlustaði ekki
ég hugsaði ekki um annað
en nautnina sem blindaði mig
líkt og gert hefur við mann og annan.

Svo stendur sannleikurinn
andspænis mér… ögrar, stríðir.
Vogar sér að segja að
ég eigi eftir að skransa
í brennandi mölinni aftur,
aftur og aftur.