Mér finnst ákaflega gaman af þessum nýja lið á þessari síðu, ljóð vikunnar. Mér finnst líka mjög fróðlegt að sjá gagnrýnina sem fylgir í kjölfarið og er þetta prýðilegt framtak.
Mér datt þó svona í hug að það gæti verið gaman að heyra í þeim sem samdi ljóðið. Bara hvað sem er sem skáldinu dettur í hug að koma á framfæri varðandi þetta ljóð sem var valið. Það gæti verið hvernig það var samið (romsaðist þetta bara fram eða var legið yfir því í margar vikur), jafnvel um hvað eða hver áhrifin voru og hvort skáldið hafi verið með einhverja fyrirmynd sem hann var að reyna að nálgast. Ég hugsa að þetta gæti verið fróðleikur hinn mesti og skemmtilegt að lesa.
Takk fyrir<br><br><b>Tom Waits skrifaði:</b><br><hr><i>Never trust a man in a blue trench coat, never drive a car when you're dead!</i><br><h