Það er kvöld,
ég bíð hér
eftir þér.
Í fjarska
má sjá nistiltein
sem er svo smár
að það myndi taka
allmörg ár
að taka hann til saka.
Þarna sé ég
einnig hann Baldur,
stóran og sterkan,
sterkari en jötunn.
Nistiltein er sleppt,
Loki nýtir það,
notar
til ákveðis verk,
að drepa Baldur.
Síðan sá ég
mikla skemmtun,
goðin fleygja
ýmsum hlutum
að Baldri
en hann særist ei.
Loki er kominn á stjá,
hann notar þann
sem ekki mun sjá
það sem Loki mun gera
til að drepa Baldur!
Höður hinn blindi,
hann skemmti sér ei,
hann hefur ekkert
né getur hent
í Baldur.
Loki fer,
talar við Höð,
spyr
hví hann skemmti
sér ei
eins og hinir
og Höður segist
ekki hafa neitt
til að henda.
Ég sé
að Loki
réttir honum
nistilteininn
og segir honum
að hér sé hlutur
sem hann geti hent
í Baldur
og segir
hvert hann eigi að henda
til að hitta Baldur.
Þetta er ei fögur sjón,
Baldur hnígur niður,
deyr,
Loki hlær.
Baldur fer
til heljar.
Ég fer
því þú komst
ei til mín
en ég skemmti
mér samt
að sjá
dauða Baldurs
í hljóði
og mynd.