_______________________________
Ég í myrkri

Ég í myrkri,
ljósið dautt,
myrkrið drepur.
Engin von.

Þú með ljósið
kemur til mín,
en myrkirð drepur.
Engin von.

Herskari engla,
og rót ljóssins,
reyna mig að frelsa,
en myrkrið drepur.
Engin von.

Ég er hér
aleinn,
bíð í myrkri
aleinn.
Hjartað
verður myrkrinu að bráð.
Engin von, því myrkrið drepur.

___________________________________
Bíddu

Bíddu eftir mér,
ég kem.
Ég tafðist lengi
en ég kem.

Ég veit þú hefur beðið,
beðið lengi eftir mér,
en nú kem ég heim
og þar finn ég þig.

____________________________
Ást

Hvað er ást?
Ertu til?
Ó, lengi hef ég leitað
en aldrei ég fann þig.

Hvar ertu?
Vísaðu mér til þín
með björtu stjörnuljósi á himnum.
Sýndu mér leiðina
í flöktandi arinloga.

Ég hélt ég hefði fundið þig nú
en svo var ekki,
það var bara rómantík.