Ég verð að taka undir með andskota. Að mínu mati er Sólufegri með betri adminnum, og já hún hefur hjálpað mikið til með að sía lélegri ljóðin frá þeim betri. Það var eitthvað sem var stór þörf á hér á síðunni!
Sólufegri er líklegast sú fróðasta af okkur öllum hér á huga þegar kemur til ljóða, og við hin ættum að taka hana til fyrirmyndar. Sjálfri finnst mér alltaf jafn fróðlegt að fá gagngrýni frá henni, góða eða slæma, maður verður að geta tekið bæði.
Ég held að margir hér á huga ættu að fara að reyna að sýna smá þroska og taka staðreyndum eins og þær eru. Sum ljóð eru góð, önnur ekki. Eins og einhver sagði; Æfingin skapar meistarann. Einmitt þessvegna verður maður líka að fá að vita hvort ljóðin manns séu góð eða ekki, til að geta bætt sig yfirhöfuð.
Það held ég að allir viti og ættu að geta sætt sig við.
Það þýðir ekkert að vera að láta sig pirra út af því að manni tekst ekki að semja eitt eða þessvegna fleiri ljóð, heldur halda bara áfram. Læra af reynslunni.
Og til þeirra sem hafa verið með svo stórar yfirlýsingar um Sólufegri að segja “ég hata þig” finnst mér að ættu að skammast sín! Þetta er ókurteisi og leiðindi sem enginn vill. Frekar færa rök fyrir sínu máli, og þá meina ég rök af viti.
Svo vil ég enda á því að segja að að mínu mati er ekki hægt að hata neinn sem maður hefur ekki elskað. Svo ég spyr þá sem hafa sagst hata Sólufegri; hafið þið einhverntíman elskað hana??