Var svona að pæla í ýmsu. Ég sendi inn ljóð í gær reyndar 2. annað var samþykkt og hitt ekki. Þegar ljóð eru ekki samþykkt er ekki hægt að kasta þeim á Stutt ljóð korkinn eða búa til nýjan kork sem heitir Önnur ljóð ?
Fynnst þetta frekar lélegt sko. Svo var hitt ljóðið sem var samþykkt bara horfið daginn eftir, fékk að vera á forsíðunni í 12 tíma um nótt.
Þetta er ljóðið sem ekki var samþykkt. hehe kanski ekkert neitt stórvirki, en ég skil ekki hví það var ekki samþykkt.
Dauðinn gröfin, lífið læðist út.
Sálin lömuð, falin bakvið mig
hungur leiðir mig áfram í leitinni
grafinn lifandi, óttinn grípandi
Á meðan barist er ofan af himni
Salt kastað í sárin, svo sviðinn brenni mig.
ég get ekki séð útum tárin, lífið fer með mig
Tómleikinn, englarnir grenja, meðan sit ég einn
Hvar er söngurinn fagri, hvar er ljósið eitt
aðeins gangurinn svartur framundan,
engin endalok,
Einsog lífið í snöru, skorið burt frá mér,
einsog maður í búri, frelsið farið burt
ég held ekki lengur í vonina,
ég horfi á framtíðina líkt og fortíðina,
óttinn slær mig fast,
<br><br>í hvert skipti sem ég reyni að ná þér út:
þá ferðu dýpra inn :