“…Það eru samt ekki þitt né mitt að dæma um það hvað er hvað …”
- af hverju ekki? Það hlýtur hver og einn að dæma fyrir sig og verður ávalt svo.
“…Persónulega er ég á móti reglum og formum fyrir eitthvað eins persónulegt og að tjá tilfiningar sínar. Og ef vitlaus stafsetning fer í taugarnar á þér þá getur þú bara átt þig …”
Ég er ekki viss um að þú skiljir alveg hvað felst í hugtakinu reglur og form. Hefurðu heyrt talað um konkretljóð? … typografíu? … prósaljóð? … miðleit og útleit ljóð? … hvað er orðið af ljóðrænunni? Ljóð sem lýsir tilfinningum einhvers getur verið sérlega pínlegt að lesa ef ljóðrænuna vantar. Tungumálið og meðferð þess er svo opin að sá sem stundar að setja saman ljóð ætti að staldra örlítið við og prufa að kanna dálítið þá möguleika sem tungumálið gefur.
Stafsetningin fer ekkert í taugarnar á mér vinur en nú á tímun ætti enginn að þurfa að senda frá sér texta fullan af villum því til eru leiðréttingarforrit. En málvillurnar eru vissulega áhyggjuefni og ósjálfrátt dettur manni í hug að ástæða þess að nokkuð ber á ljóðum á Ensku á þessum korki sé sú að höfundar þeirra hreinlega geti ekki - eða treysti sér ekki til að skrifa á Íslensku því málkennd þeirra er í algjöru lágmarki.
“…Rím og myndmál er mjög mikilvægt til þess að geta gert ljóð. Með því að beita myndmáli má fá út skemtilegar þversagnir, kaldhæðni eða innlifun í lesturinn en það er ekki þar með sagt að það heppnist alltaf…”
Ég er ekki sammála þér með rímið, það er ekki mikilvægur hluti ljóðs og getur jafnvel eyðilagt það. En í því tilviki sem fólk er að dunda við að setja saman vísur samkvæmt gamalli íslenskri hefð, þá er rím auðvitað hluti af kveðskap, en þar eru miklu fleiri reglur sem ber að varast og ef þær eru brotnar er vísan baga. Það er ekki út í loftið að þessi ljóðform eru kölluð bundin ljóð. Því miður virðast færri og færri gera sér grein fyrir bví að “einfalt” ljóðform á borð við ferskeytlu lúti föstum reglum og frægt er tilvikið þegar nefnd í ljóðasamkeppni sem BÍSN stóð fyrir úthlutaði fyrstu verðlaunum til vísu sem var vitlaust kveðin - það er enn verið að hlægja að þessu upp í Háskóla.
Myndmál er mikilvægasti hluti ljóðs, sem og sílbragð (vel á minnst, þversögn er stílbragð en ekki myndmál). En af hverju er svona lítið notað af því? Hér hefði ég einmitt viljað sjá mun meiri tilraunir í þá átt og jafnvel að fólk pældi í hlutunum.
“…Þeir sem skrifa ljóð hér eru flestir ekki búnir að gefa út bækur og munu sennilega ekki gera það .. Þeir eru einfaldlega að leyfa þér að kýkja inn í þeirra hugarheim, hvernig þeir eru eða hafa upplifað eitthvað og ég sé ekki að þú né nokkur annar hafir neitt leyfi til að gagnrýna það nema að höfundir óski eftir því…”
Það er ljóst að þeir sem aldrei fá gagnrýni halda bara áfram að hnoða. Er ekki eðlilegra að að hér væri málefnanleg gagnrýni sem kannski yrði til þess að fólk pældi aðeins meira í hlutunum?
“…Ég er tildæmis mjög sáttur við að vera léglegt skáld, En ef ég skrifa inn ljóð sem grein, þá er það til þess að fá svör frá öðrum um hvað þeim finnst. Þá er ég ekki að tala um BARA gott eða fallegt heldur hvað var fallegt og afhverju það er ömurlegt…”
Einmitt en afhverju gagnrýnir aldrei neinn það sem betur mætti fara? … Skýringanna er kannski að leita í því sem þú segir í lokin: “Gott mottó er líka að ef þú hefur ekki eitthvað jákvætt til þess að segja þá áttu bara að halda kjafti !!!” … svona viðhorf er nú frekar dapurlegt og ég held að þú hafir ekki skorað hátt með síðustu setningunni.
<BR