Ég vil taka það fram að ég tel mig ekki neitt meistaraskáld, en í nánast hvert skipti sem ég dett inn á ljóðasíðu Huga sé ég afkáralega klisjukennd og slök ljóð. Höfundar eru ýmist fremur ungir, og kunna bragfræði álíka vel og ég kann kjarneðlisfræði. Ljóðin eru ýmist um ást eða þunglyndi og dettur fátt annað í hug heldur en það. Líkar mér þetta einstaklega illa og vil sjá fleiri góð ljóð hér. Er ég bara ruglaður eða sjáið þið þetta einnig? <br><br>64
64