Fer á meðal fólksins,
brosi eins og hálviti.
Hrædd um að þau viti,
hrædd um að það sé
brennimerkt á enni mitt.

Menguð sál mín
kemur útúr eyrunum
og sundurslitið hjarta mitt
rennur úr augntóftunum.
Brosi samt og segi
Aldrei liðið betur.

Lýg að ástvinum mínum
til að enginn kynnist
sársaukanum.