Ég tel að sá fjöldi sem hér er að störfum sé einfaldlega svo fjölbreytilegur og skáldlegum hæfileikum sé af svo ótrúlega mismiklum skammti útdeilt að enganveginn verði hægt að reyna að steypa þá alla í sama mót. Ég held að gagnrýni verði að vera persónubundin, það sem eru framfarir og jafnvel hátindar einhverra í ljóðasmíðum eru annara alverstu ritstíflur.
Ég tel að hugmyndin um korka sem innihalda ferskeytlur og annað í þeim dúr sé alls ekki út í hött og jafnvel mætti útfæra þá hugmynd frekar og hugsa sér kork þar sem menn kveðast á og annan þar sem menn yrkja (og þetta er ábyggilega sá vettvangur sem flestir Íslendingar gerast skáld) um dægurmál, jafnvel sér níðvísnakorkur. Allavega mælist ég til þess að Hugi fái að þróast, að eitthvað verði prófað til þess að fleyta honum áfram. Til dæmis að henda út tímabundið skoðanakönnunum og vera með botn vikunnar og sigurvegarinn fær að koma með næsta fyrripart? Fjöldinn dæmir?
Jæja þetta er bara hugleiðing en endilega einhverjir fleiri hugleiðið með mér…
Í meinum var hún fegurst allra systra minna. Rebekka 2002.