Ég var að finna uppí skáp ljóð frá 9 bekk.
Það eru 5 ár síðann ég var í 9 bekk og þetta eru ljóð sem ég orti,Kennarinn sagði alltaf að ég væri góður að yrkja ljóð og svona en ég hlustaði aldrei einsog alltaf ég hlusta aldrei á eitt né neitt ;\\
“SkólaLíf”
Ég vakna við það að klukkan slær.
Ég fer aftur að sofa.
Sængin þrengir að mér og kremur mig,
hún er lifandi.
Ég hleyp út í skóla,
allt er í rusli, krakkar í slag.
Ég fér í skápinn minn,
hann er beyglaður og ónýtur.
Ég fer til gangavarðanna
og læt geyma dótið mitt.
Ég fer í tíma,
kem of seint.
Kennarinn er reiður,
blýanturinn grettir sig
framan í mig.
Skólinn er búinn,
allir hlaupa út.
Ég var of seinn.
Skólinn náði mér.
Hann heldur mér.
Djöflar slíta sig út úr
kennurunum
og borða mig.
——————————————————-
“Nafnlaust”
Ég mætti sumrinu
á ströndinni
og heilsaði.
Það heilsaði glaðlega
til baka
í sundskýlu og
með sólkrem á bakinu.
Ég mætti haustinu
sem var að moka laufi
klætt í regnföt.
Ég heilsaði
en það setti upp fýlusvip.
——————————————————-
“Ég vildi að…”
Ég vildi að jörðin væri
hrein sem kristall.
Ég vildi að ég væri ríkur
og ætti heima í höll.
Ég vildi að ég gæti galdrað
og látið mig vera ósýnilegan.
Ég vildi að ég væri stór
og sterkur sem tröll.
Ég vildi að það væri
allt ókeypis í heiminum.
Ég vildi aðég gæti látið koma
eld í augasteinana mína.
——————————————————-
“Mig dreymir.”
Mig dreymir að ég sé sofandi
í peningum sem segja:
“Eyddu mér”
Mig dreymir að skólinn brenni,
hann öskrar hjálp
út úr eldinum.
Mig dreymir að ég sé á leið
til himna
eftir hvítum göngum.
Mig dreymir að ég drukkni
í sjónum.
Hann gleypir mig.
Mig dreymir að ég gangi
á jörðinni
hún opnast og öskrar.
Mig dreymir að jörðin
hristist og hún reynir
að sprengja sjálfan sig.<br><br><a href="http://pentagon.ms/jolly/details.php?image_id=1093">MAAAAAaAaAAD URL!! !KLIkKIÐ HERNA !</a>
Ég er hinn góði og endurbætti Einar.
5 daga bann lagaði mig :*