Hærra, minn Guð, til þín,
hærra til þín,
enda þótt öll sé kross
upphefðin mín.
Hljóma skal harpan mín:
:,: Hærra, minn Guð, til þín, :,:
hærra til þín.
Villist ég vinum frá
vegmóður einn,
köld nóttin kringum mig,
koddi minn steinn,
heilög skal heimvon mín.
:,: Hærra, minn Guð, til þín, :,:
hærra til þín.
Sofanda sýndu þá
sólstigans braut
upp í þitt eilífa
alföðurskaut.
Hljómi svo harpan mín:
:,: Hærra, minn Guð, til þín, :,:
hærra til þín.
Árla ég aftur rís
ungur af beð.
Guðs hús á grýttri braut
glaður ég hleð.
Hver og ein hörmung
hefur mig, Guð til þín,
Hærra, minn Guð, til þín,
hærra til þín.
Lyfti mér langt í hæð
lukkunnar hjól,
hátt yfir stund og stað,
stjörnur og sól,
hljómi samt harpan mín:
:,: Hærra, minn Guð, til þín, :,:
hærra til þín.
Adams / Matthías.Jochumsson
L. Mason
Why you kick my dog.