Ég var að fletta í gegnum gamalt skólaljóð í glósuleit og rakst þá á þessa þýðingu sem ég og félagi minn gerðum í hópavinnu í spænsku. Megið geta þrisvar hvert ljóðið var :Þ!
Ég er einlægur maður
frá landinu þar sem pálmar vaxa
og áður en ég vil deyja,
kasta ég frá mér þessum erindum sálarinnar
Guantamakona, bóndakona frá Gúantanamó!
Ég rækta hvíta rós
í júní sem og janúar
fyrir hin einlæga vin
sem ávallt rétti hjálparhönd
Erindi mitt er fagurgrænt
og glóandi skarlatsrautt
Ljóð mitt er særður hjörtur
sem leitar skjóls í hlíðum fjalls!
Guantamakona, bóndakona frá Gúantanamó!
Með þeim fátæku vil
ég deila kjörum mínum
fjallalækurinn
hæfir mér betur en hafið.