Hitt er annað mál að þegar saman fara hefðin, formið og snilldarhugmynd þá fer ég að gráta af gleði og það er einmitt þess vegna sem menn eins og Jóhannes úr Kötlum, Hallgrímur Pétursson, Jónas Hallgrímsson, Páll Ólafsson, Jóhann Sigurjónsson, Davíð Stefánsson og Steinn Steinarr eru mér svo einkar kærir. Önnur skáld sem ekki fara endilega bragfræðilegu leiðina standa mér líka nærri eins og Megas og fleiri góðir (shit engin kona).
Þessar skoðanir eru bara mínar persónulegu skoðanir og það er bókstaflega særandi þegar einhverjir “snillingar” vaða áfram og alhæfa hægri/vinstri um það hvernig á að yrkja ljóð. Eins þegar fólk sér ekki út úr augunum og treður annars ágætum hugmyndum í ónýtar og snarvitlausar bragháttarbrækur svo útkoman verður eitthvað á þessa leið:
Hjarta mitt frosnaði.
Hjarta mitt frosnaði,
eins og ör losnaði.
Fljúgði útaf sporum
og snéru aftur að vorum.
Í meinum var hún fegurst allra systra minna. Rebekka 2002.