Vetrarnótt


Á dimmbláu himinhvolfinu
blika stjörnur og tunglið skín
hvít jörðin glitrar í frostinu
spegilgljáandi svellið tindrar
eins og gljáfægður spegill

Vetrarkvöld

Vetrarkvöld
allir sitja inni
sumir prjóna
aðrir kemba
börnin leika sér
með legg og skel
en úti frýs fuglinn
sem ekkert æti finnur

Vorið kemur
fuglinn flýgur
og safnar í hreiður
senn koma ungar
grasið vex
maðurinn slær
konan rakar
börnin leika í læknum.

Snjórinn

Sjáið flyksurnar sem falla niður úr skýjunum,
lenda á mjúkri jörðinni
og bráðna þar.