kyngir niður á allt í kring
feiminn þorir ekki að kyssa þínar röku varir
frostið heldur niðrí sér andanum
vindurinn þorir ekki að bása
ekki á meðan þú ert í heimsókn
þramma móti vindi með rauðleitt veðurbarið andlit
hleyp af öllum lífs og sálarkröftum
hálfgrátnar minningar elta mig á röndum
sting þær allar af holdvotur í fæturna
fögur ásjóna þín speglast í hverjum einasta polli
dagskrárlok RUV bjóða góða nótt
tómleikinn heimsækir mann óboðinn heim
rúmfötin kasta á mig kaldri kveðju
ligg svefnvana hugsandi um þig
“True words are never spoken”