Þú ferð ei!
Hví situru kyrr í huga mér?
ég hef sagt þér að fara,
líkt og þú sagðir mér að fara.
Hvað viltu mér?
Taktu vonina með þér,
þangað sem þú fórst.
Hvað get ég gert til að gleyma þér?
Ég vil ekki svara þér!
Eins og þú svarar mér ekki.
Hættu að brosa,
hvað er svona broslegt?
ekki raunveruleikinn, það veit ég.
Ekki hlæja,
það lætur mig tárast,
því þennan hlátur tókstu frá mér.